< >

Veiðistangir frá TFO

Amerísku stangirnar frá Temple Fork Outfitters eru léttar, sterkar og mjög kraftmiklar. TFO notar nýtt grafít í BVK stangirnar sem dregur úr þyngd en um leið eykur afl og styrk en eru samt mjúkar í fiski. Stangirnar eru léttar, sterkar og fallega hannaðar. Fluguveiðimenn eru á einu máli: "Ótrúlegur árangur hjá TFO og ótrúlegt verð." Nýjustu stangirnar frá TFO fást hjá Gallerí flugum. Lífstíðar ábyrgð!

BVK veiðihjól

Það eru smáatriðin sem skipta mestu máli í hönnum og smíði BVK fluguhjólanna og gera þau að okkar bestu fluguhjólum til þessa. Hjólin eru boruð út með það í huga að gera þau eins létt og hægt er án þess að það komi niður á styrk þeirra. Þau eru hönnuð eftir ströngustu gæða kröfum TFO sem gerir þau með þeim léttustu og sterkustu á markaðnum í dag. Hjólin eru með 2 ára ábyrgð.

Sérsmíðaðar fluguveiðistangir

Temple Fork Outfitters býður fluguveiðimönnum upp á sérsmiðaðar veiðistangir frá TFO sem staðsett er í Texas. Markmið fyrirtækisins er að bjóða upp á hágæða sérsmíðaðar veiðistangir. Allar veiðistangirnar eru handsmíðaðar, sérmerktar eiganda og sérvalið grafít í þær eftir gerð þeirra. Hönnun stanganna frá TFO og gæðaeftirlit er í höndum Lefty Kreh og teymis hans.